Karfa 0

/

Hugsaðu vel um húðina yfir hátíðarnar

Hugsaðu vel um húðina yfir hátíðarnar

Hátíð ljóss og friðar er dásamlegur tími þar sem við gleðjumst með ástvinum okkar. En þessari hátíð fylgir oft mikið óhóf í mat, drykk og lífstíl. Ofan á það bætast miklar sviptingar í veðri og vindum, en hitastig getur breyst mjög hratt með tilheyrandi áhrifum á húð, hár og heilsu. Það er alltaf nauðsynlegt að hugsa vel um húð og hár en það þarf sérstaklega góða umhirðu á svona álagstímum. Hvernig er best að hugsa um húðina yfir jólin?  Eins og alltaf þarf að yfirborðshreinsa húðina kvölds og morgna og djúphreinsa hana 1-2x í viku.  Cleansing Cream andlitshreinsir og Enzymatic Powder...

Lesa meira →


Bacne

Bacne

Bacne er samsetning á orðunum back acne og á við um óhreinindi og bólumyndun á baki og stundum bringu. Bacne getur birst sem allt frá því að vera nokkrar bólur á sýkta svæðinu yfir í stór svæði þakin bólum. Auk þess að vera á bakinu getur acne komið á andlit, háls og bringu. Ef acne fær að vera ómeðhöndlað þá geta dökkir blettir og ör myndast á húðinni þegar það gengur niður. Bacne er eitthvað sem hrjáir oft yngri kynslóðina í kringum kynþroskaskeiðið og er tilkomið vegna hormónabreytinga. Það er hins vegar ekki algilt og fullorðinir einstaklingar geta líka glímt við þetta...

Lesa meira →


Nýtt frá /skin regimen/: ginger cleansing oil

Nýtt frá /skin regimen/: ginger cleansing oil

Nú á dögunum bættist ný vara í vöruúrvalið frá Skin Regimen, Ginger Cleansing Oil, sem er mildur andlitshreinsir fyrir þurra húð. Hreinsirinn er olíukenndur en breytist í mjólk við notkun og hentar vel til að fjarlægja farða, mengun og SPF. Hann fjarlægir vel dagleg óhreinindi án þess að taka nauðsynlegan raka frá húðinni og inniheldur meðal annars engifer ilmkjarnaolíu, sæta möndluolíu og macadamia- og jojoba olíu. Andlitshreinsinn er hægt að nota einan og sér eða með /skin regimen/ Cleansing Cream fyrir tvöfalda hreinsun. Hér getur þú lesið allt um Ginger Cleansing Oil.  Hér getur þú séð lista yfir sölustaði Skin...

Lesa meira →


Nýtt frá /skin regimen/: recharging mist

Nýtt frá /skin regimen/: recharging mist

Vissir þú að blátt ljós frá tölvuskjám og símum brýtur niður elastín og kollagen í húð og flýtir fyrir ótímabærri öldrun? Flest eyðum við talsverðum tíma á hverjum degi fyrir framan skjá af einhverri tegund og er þetta því frekar óhugnaleg staðreynd fyrir þá sem er annt um að viðhalda heilbrigðri húð sem lengst. Við tökum því fagnandi á móti nýjustu viðbótinni við /skin regimen/ fjölskylduna: Recharging mist. Recharging mist er fíngerður andoxandi og rakagefandi úði sem viðheldur raka, gefur ljóma og ver húðina fyrir bláu ljósi frá tölvuskjám og símum.  Gott er að spreyja úðanum á andlit og háls...

Lesa meira →


Er kominn tími á fyrstu húðumhirðuna?

Er kominn tími á fyrstu húðumhirðuna?

Sá tími kemur í lífi allra að huga þarf að réttri og góðri húðumhirðu. Það eru óneitanlega ákveðin tímamót í lífi hverrar manneskju og ákveðin manndómsvígsla þegar fyrsta húðumhirðan hefst. Hún getur byrjað frá 12 ára aldri en það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að, en fyrst og fremst mælum við með að bóka tíma hjá fagmanni í húðgreiningu og húðráðgjöf. Þar mun fagmaðurinn fara yfir hvaða húðgerð viðkomandi er með og síðan í kjölfarið ráðleggja vöruval og fræða um rétta vörunotkun. Rútínan Hvað varðar fyrstu húðumhirðu þá byrjum við yfirleitt mjög einfalt og...

Lesa meira →