Karfa 0

/

Er kominn tími á fyrstu húðumhirðuna?

Er kominn tími á fyrstu húðumhirðuna?

Sá tími kemur í lífi allra að huga þarf að réttri og góðri húðumhirðu. Það eru óneitanlega ákveðin tímamót í lífi hverrar manneskju og ákveðin manndómsvígsla þegar fyrsta húðumhirðan hefst. Hún getur byrjað frá 12 ára aldri en það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að, en fyrst og fremst mælum við með að bóka tíma hjá fagmanni í húðgreiningu og húðráðgjöf. Þar mun fagmaðurinn fara yfir hvaða húðgerð viðkomandi er með og síðan í kjölfarið ráðleggja vöruval og fræða um rétta vörunotkun. Rútínan Hvað varðar fyrstu húðumhirðu þá byrjum við yfirleitt mjög einfalt og...

Lesa meira →


Töfrar Gua Sha

Töfrar Gua Sha

Eitt af því sem hefur tröllriðið snyrtivörusamfélaginu undanfarið er Gua sha steinn sem er nú ómissandi hluti af húðumhirðu margra okkar. En hvað er Gua sha og hvað gerir hann fyrir húðina okkar? Saga Gua Sha Saga Gua Sha nær allt aftur til 14. aldar og er hluti af kínverskum ævafornum lækningum. Bein þýðing á Gua Sha er „að skrapa sand“ en það lýsir áhrifunum sem það hefur á húðina og þá sérstaklega á líkama. Eftir meðferðina myndast rauðir flekkir eða mar en Gua Sha meðferð losar um særindi, þreytu og spennu í vöðvum, örvar blóðrás, eykur súrefnisflæði, endurnýjar, græðir...

Lesa meira →


Ætti betri húðheilsa að vera nýársheit?

Ætti betri húðheilsa að vera nýársheit?

Þegar við kveðjum gamla árið og nýtt ár gengur í garð er venja hjá mörgum að setja nýársheit. Þau heit snúa yfirleitt að líkamlegri heilsu - að mæta í ræktina og bæta mataræði. En setjum við einhvern tímann heit um að hugsa betur um húðina? Tilfellið er það að heilbrigð húð er lífstíll alveg eins og heilbrigður líkami. Það þarf að fá húðgreiningu hjá fagmanni og meðferðaráætlun og svo þarf að velja réttar vörur. Það þarf að fylgja ráðleggingum fagmannsins, sem má líta á sem einkaþjálfara í þessu samhengi, til hins ítrasta. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup og það...

Lesa meira →


Er húðin þín tilbúin í veturinn?

Er húðin þín tilbúin í veturinn?

Þegar fer að kólna úti er margt sem við þurfum að huga að varðandi húðumhirðu. Til að byrja með þurfum við að spyrja okkur sjálf að því hvernig við hugsuðum um húðina yfir sumarið, hlýddum við tilmælum fagmanns og notuðum sólarvörn? Eða fór húðin illa í sólinni? Ef við pössuðum ekki upp á húðina og notuðum vörn getum við farið að taka eftir talsverðum litabreytingum og sólarskemmdum, auknum þurrk og jafnvel nýjum línum og hrukkum í andliti. Til að takast á við þetta þurfum við að byrja á því að endurnýja húðina. Við þurfum að djúphreinsa hana reglulega og nota...

Lesa meira →


Maskne - hvað er það?

Maskne - hvað er það?

„Maskne“ er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við óhóflega grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði. Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka...

Lesa meira →