Karfa 0

100% Plastic Neutral vörur frá Davines Group 2022

Davines Group er ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1983. Fyrirtækið framleiðir Davines hárvörurnar og Comfort Zone og Skin Regimen húðvörurnar. Frá árinu 2006 hafa umhverfisáhrif og sjálfbærni fengið sérstaka athygli innan fyrirtækisins og nú í ár hefur markið verið sett hátt með því að heita því að öll framleiðsla verði vottuð 100% Plastic Neutral.

PLASTIC BANK

Plastic Bank er fyrirtæki sem byggir upp endurvinnsluvistkerfi í þróunarlöndum og slær tvær flugur í einu höggi með því að berjast bæði gegn plastmengun í hafinu sem og mikilli fátækt í þeim löndum sem það starfar.
Plastic Bank vinnur að því að safna saman plasti á ströndum Indónesíu, Filipseyjum og Brasilíu og kemur þannig í veg fyrir að plastið endi í sjónum. Verkefnið er auk þess atvinnuskapandi og bætir því lífsgæði fólksins sem vinnur við að safna plastinu saman. Þau geta þá séð fyrir fjölskyldum sínum, keypt mat og eldsneyti og greitt skóla og sjúkratryggar.

100% PLASTIC NEUTRAL

Árið 2022 verða allar vörur frá Davines Group vottaðar 100% Plastic Neutral af Plastic Bank. Það þýðir að fyrir allar seldar vörur árið 2022 mun Davines sjá til þess að sama magn af plasti sé hreinsað við sjóinn í samstarfi við Plastic Bank.
Þetta er risastórt skref í sjálfbærni ferðalagi Davines en ekki það fyrsta. Árið 2021 vann Davines fyrst með Plastic Bank og kom þá í veg fyrir að 100 tonn af plasti næðu í sjóinn.
Plastic Bank tryggir 100% gagnsæi og rekjanleika í verkefninu.
Við erum afar stolt af því að vera lítill partur af þessu verkefni og hvetjum alla til að lesa meira um það hér.
Fyrir áhugasama er Plastic Bank með reiknivél þar sem hægt er að reikna áætlað plast fótspor sitt - reiknivélina má finna hér.

Eldri grein