Karfa 0

Af hverju að djúphreinsa?

Þegar kemur að heilbrigðri húð er undirstaða hennar góð og regluleg hreinsun.
Það er nauðsynlegt að nota góðan yfirborðshreinsi sem hentar þinni húðgerð kvölds og morgna, en hreinsa þarf húðina tvisvar sinnum á kvöldin og einu sinni á morgnana.
Það sem er líka nauðsynlegt fyrir húðina er góð djúphreinsun og hana skal gera einu sinni til tvisvar í viku eftir því sem fagmaðurinn þinn ráðleggur þér. Þegar miklar veðrabreytingar eiga sér stað, eins og núna þegar vorið er að reyna að brjótast í gegn, söfnum við enn frekar upp yfirborðsþurrk og dauðum húðfrumum og þá er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina til viðhalda raka hennar og ljóma. 
Hvað er það sem djúphreinsir gerir sem aðrir hreinsar gera ekki? 
Djúphreinsir losar um dauðar húðfrumur sem safnast fyrir á yfirborði húðar og geta valdið húðstíflum og bólumyndun, hindrað súrefnisflæði og komið í veg fyrir að kremin sem þú notar gangi vel í inn í húðina og næri hana rétt. Þeir endurnýja húðina, jafna húðyfirborðið, auka ljóma og auka virkni á þeim vörum sem síðan eru settar á húðina.
/skin regimen/ enzymatic powder er duft sem breytist í freyðandi djúphreinsi þegar því er blandað við vatn. Meðal innihaldsefna eru chlorella og papaya ensím sem afeitra og hreinsa og ríssterkja sem þurrkar upp og fjarlægir umfram sebum. 
Djúphreinsirinn er án sílíkona, gervi litarefna og rotvarnarefna og hentar öllum húðgerðum. Dásamlegur hreinsir sem hreinsar húðina og gerir hana silkimjúka og ljómandi.

Eldri grein Nýrri grein