Karfa 0

Bacne

Bacne er samsetning á orðunum back acne og á við um óhreinindi og bólumyndun á baki og stundum bringu. Bacne getur birst sem allt frá því að vera nokkrar bólur á sýkta svæðinu yfir í stór svæði þakin bólum. Auk þess að vera á bakinu getur acne komið á andlit, háls og bringu. Ef acne fær að vera ómeðhöndlað þá geta dökkir blettir og ör myndast á húðinni þegar það gengur niður.

Bacne er eitthvað sem hrjáir oft yngri kynslóðina í kringum kynþroskaskeiðið og er tilkomið vegna hormónabreytinga. Það er hins vegar ekki algilt og fullorðinir einstaklingar geta líka glímt við þetta vandamál. Skyndileg birting á acne getur verið af völdum hormónaójafnvægis, óheilbrigðs matarræðis, losun á kortisóli vegna mikillar streitu og jafnvel umframframleiðslu á sebum.

bacne skin regimen andlitshreinsir og djúphreinsir

Þegar magn hormóna í blóðinu hækkar geta fitukirtlar farið að framleiða umfram fitu. Á sama tíma safnast dauðar húðfrumur upp og stífla húðholurnar. Blanda af þessum tveimur þáttum getur leitt til uppsöfnunar húðfitu sem veldur bólum og fílapenslum. Það eru allir með bakteríuna Propionibacterium acnes á húðinni og fyrir okkur flest veldur það engum vandamálum. En uppsöfnun húðfitu hjá fólki sem er með acne sem undirliggjandi vandamál veldur því að bakteríurnar fjölga sér. Þetta getur valdið bólgum í húðinni og myndun á bólum og graftarkýlum.

Samtök húðlækna í Bretlandi vilja meina að það séu litlar sannanir á því að ákveðinn matur eins og súkkulaði eða ruslfæði valdi acne. En hins vegar hafa samtök húðlækna í Bandaríkjunum gert rannsóknir sem sýna fram á að ákveðin kolvetni eins og hvítt brauð og kartöfluflögur hækki blóðsykurinn og ýti þannig undir acne.

Við mælum ekki með því að kreista þessar bólur því það getur verið sársaukafullt og það sem verra er, valdið öramyndun.

bacne davines purifying sjampó og purifying gel bólur á baki

Það eru nokkrir hlutir sem er hægt að gera til þess að draga úr bacne, minnka líkur á því að það komi fram og halda því í skefjum.

 • Hreinsa og djúphreinsa húðina
 • Vera frekar í lausum fatnaði
 • Láta hárið ekki liggja á bakinu
 • Þvo sér eftir að hafa svitnað (ræktin, áreynsla) og ekki láta svita og óhreindi liggja á húðinni
 • Skoða vel þær hárvörur og mótunarvörur sem verið er að nota
 • Nota góðar hárvörur sem eru bakteríudrepandi, sótthreinsandi og draga úr húðfitu, sumar má meira að segja nota á sýktu svæðin á líkama til að draga úr sýkingum og draga úr bólgum
 • Forðast vörur sem erta húðina
 • Ekki nota djúphreinsi með kornum þegar húðin er sýkt
 • Alls ekki kroppa, kreista eða fikta í bólunum. Það getur leitt til öramyndunar og dreift sýkingunni
 • Passa sig vel í sól og nota sólarvörn sem hentar húðinni og alls ekki stunda ljósabekki
 • Borða hollan og næringarríkan mat

Ómeðhöndlað getur bacne valdið öramyndun og dökkum blettum og í verri tilfellum valdið kvíða, þunglyndi og lélegri sjálfsmynd.

bacne comfort zone djúphreinsir við bólum á baki

Það er mjög mikilvægt að leita aðstoðar hjá fagmanni á snyrtistofu og fá ráðgjöf um rétt vöruval og meðhöndlun. Það er mjög gott að fara í ávaxtasýrumeðferð og aðrar meðferðir sem fagmaðurinn mælir með. Allar meðferðir sem eru gerðar á andliti til að draga úr bólgum og sýkingum er líka hægt að framkvæma á baki og bringu.

Hjá /skin regimen/, [comfort zone] og Davines er gott úrval af vörum sem aðstoða við að vinna á bacne. Á bpro.is er hægt að sjá lista yfir þær stofur sem eru með vörur frá þessum merkjum sem og ítarlegar upplýsingar um virkni og innihaldsefni í vöruúrvalinu.

Munið að með réttu húðumhirðunni er allt hægt. Heilbrigð húð er lífstíll.


Eldri grein Nýrri grein