Karfa 0

Gler húð

Eitt af heitustu trendunum í húðumhirðu í dag er hin svokallaða gler húð (e. Glass skin). En hvað er það og afhverju er það svona eftirsóknarvert? Margir kannast við 10-þrepa kóresku húðumhirðuna sem tröllríður nú öllu í netheimum og á samfélgsmiðlum en með því að fylgja þessum 10 þrepum er talið að hægt sé að ná hinni eftirsóttu gler húð.

Hvað er gler húð?

Það sem einkennir þetta húðástand er að húðin er tær, rakamikil, þrýstin og með jafnan húðtón og áferð. Húðholur eru vart sjáanlegar og húðin ljómar af heilbrigði innan frá og út.

Það er misjafnt hversu auðvelt það er að ná þessu takmarki og það fer algerlega eftir húðgerð hvernig skal bera sig að og hvaða vörur henta best. Hérna á hugtakið „ein stærð hentar öllum“ alls ekki við.

10-þrepa húðumhirða

1. Yfirborðshreinsir - fyrsta hreinsun: Oft er gott að velja olíumikinn hreinsi í fyrstu hreinsun til að ná öllum farða og óhreinindum af húðinni. 

Skin Regimen ginger cleansing oil andlitshreinsir

2. Yfirborðshreinsir - önnur hreinsun: Ef það á við er hægt að nota sama hreinsinn í fyrstu og annarri hreinsun. Á þessu stigi málsins erum við að hreinsa húðina sjálfa.

Skin Regimen cleansing cream yfirborðshreinsir

3. Djúphreinsir: Einu sinni til tvisvar í viku er nauðsynlegt að nota djúphreinsi til að fjarlægja dauðar húðfrumur, óhreinindi og uppsöfnun. Þetta gerum við til að tryggja góða innsíun virkra efna og til að tryggja að húðin andi og starfi rétt.

Skin Regimen djúphreinsir

4. Andlitsmaski: Andlitsmaska er gott að nota einu sinni í viku eftir húðgerð. Þeir sem vilja fá mikinn raka nota sem dæmi rakamaska og þeir sem þurfa að draga úr óhreinindum nota hreinsandi maska.

comfort Zone active pureness maski andlitsmaski

5. Andlitsvatn: Í lok hreinsunar notum við andlitsvatn til að leiðrétta sýrustig húðar og fjarlægja örugglega allar leifar af yfirborðshreinsum.

Comfort Zone essential toner andlitsvatn

6. Essence: Essence er vara sem er létt eins og andlitsvatn og öflug eins og serum. Við setjum nokkra dropa í lófana og þrýstum vörunni inn í húðina. Essence virkar líka eins og magnari fyrir aðrar vörur sem á eftir koma.

Skin Regimen essence andlitsvatn

7. Ampúlur: Með reglulegu millibili er gott að taka kúr með ampúlum sem henta húðgerð. Þær eru mjög öflug meðferð sem hægt er að ná gríðarlegum árangri með.

Comfort zone sublime skin ampúlur

8. Serum: Serum notum við kvölds og morgna alla daga og veljum það eftir húðgerð. Þeir sem eru að reyna að ná miklum raka til húðar velja sem dæmi raka serum. En það er mjög öflug vara með smærri sameindir sem komast dýpra ofan í húðina.

Skin Regimen retinol booster serum andlitsserum 

9. Rakakrem: Rakakrem á að nota kvölds og morgna eða dagkrem á morgnana og næturkrem á kvöldin. Kremin eru valin eftir húðgerð og húðástandi og þeim árangri sem óskað er eftir.

Skin Regimen andlitskrem rakakrem dagkrem næturkrem

10. Sólarvörn: Sólarvörn er eitthvað það allra mikilvægasta í daglegri húðumhirðu og hana á að nota alla daga sumar, vetur, vor og haust. Sólarvörnin er það sem kemur í veg fyrir línur, hrukkur og litabreytingar. Aldrei nota vörn með lægri stuðul en SPF30.

Skin Regimen Urban Shield spf30 sólarvörn

Það skiptir að sjálfsögðu líka miklu máli að næra líkamann rétt, en húðin nýtur góðs af því. Það þarf meðal annars að drekka vel af vatni, taka inn góðar olíur eins og ómega og hörfræolíu og borða ávexti og grænmeti með hátt vatnsinnihald.

Við mælum eindregið með heimsókn á næstu [comfort zone] eða /skin regimen/ snyrtistofu til að fá ráðgjöf um rétta húðumhirðu hjá fagmanni.

*Heilbrigð húð er lífstíll*


Eldri grein Nýrri grein