Karfa 0

Hugsaðu vel um húðina yfir hátíðarnar

Hátíð ljóss og friðar er dásamlegur tími þar sem við gleðjumst með ástvinum okkar. En þessari hátíð fylgir oft mikið óhóf í mat, drykk og lífstíl. Ofan á það bætast miklar sviptingar í veðri og vindum, en hitastig getur breyst mjög hratt með tilheyrandi áhrifum á húð, hár og heilsu.

Það er alltaf nauðsynlegt að hugsa vel um húð og hár en það þarf sérstaklega góða umhirðu á svona álagstímum.

Hvernig er best að hugsa um húðina yfir jólin? 

Eins og alltaf þarf að yfirborðshreinsa húðina kvölds og morgna og djúphreinsa hana 1-2x í viku. 

Skin Regimen andlitshreinsir og djúphreinsir
Cleansing Cream andlitshreinsir og Enzymatic Powder djúphreinsir

Við mælum með því að nota góðan maska 1-2x í viku eftir djúphreinsun og í sumum tilfellum má hreinlega sofa með maskann ef það á við. Við mælum líka með góðum augnmaska til að draga úr bólgum og þrota og vinna á yfirborðslínum og hrukkum.

Það getur verið gott að færa sig yfir í ríkari krem en venja er að nota því veður, matur, drykkur og streita ganga verulega á raka húðar og það geta myndast bólgur, ójafnvægi og hreinlega viðkvæmni. Sólarvörn er líka mjög mikilvæg á veturna til að vernda húðina fyrir umhverfisáreiti og endurkasti.

Skin Regimen polypeptide andlitskrem
Polypeptide Rich Cream andlitskrem

Hreyfing og góður svefn skipta verulega miklu máli þegar kemur að hreilbrigði húðar og hárs. Við þurfum því að muna að drekka vel af vatni og passa að taka nóg af D vítamíni og steinefnum.

Við mælum með heimsókn á næstu Skin Regimen snyrtistofu til að fá rágjöf um rétt vöruval og umhirðu hjá fagmanni.


Eldri grein Nýrri grein