Karfa 0

Ætti betri húðheilsa að vera nýársheit?

Þegar við kveðjum gamla árið og nýtt ár gengur í garð er venja hjá mörgum að setja nýársheit. Þau heit snúa yfirleitt að líkamlegri heilsu - að mæta í ræktina og bæta mataræði. En setjum við einhvern tímann heit um að hugsa betur um húðina? Tilfellið er það að heilbrigð húð er lífstíll alveg eins og heilbrigður líkami. Það þarf að fá húðgreiningu hjá fagmanni og meðferðaráætlun og svo þarf að velja réttar vörur. Það þarf að fylgja ráðleggingum fagmannsins, sem má líta á sem einkaþjálfara í þessu samhengi, til hins ítrasta. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup og það getur tekið 4-6 vikur að sjá árangur, en í sumum tilfellum sést hann eftir nokkra daga.
skin regimen cleansing cream andlitsvörur húðvörur húðrútína húðumhirða nýársheit áramótaheit fagmaður snyrtistofa snyrtistofur
Það getur stundum þurft að gera breytingar á meðferðaráætluninni eftir að lagt er af stað. Þetta er vegna þess að stundum þarf að vinna niður ákveðið húðástand og síðan gera nýja áætlun eftir að jafnvægi er náð í húðina.
Það eru hinsvegar nokkrar meginreglur í daglegri húðumhirðu sem allir ættu að fara eftir:
1. Fyrir það fyrsta þarf að yfirborðshreinsa húðina tvisvar sinnum á kvöldin og einu sinni á morgnana. Ástæðan fyrir því að húðin er hreinsuð tvisvar sinnum á kvöldin er að í fyrra skiptið hreinsum við af okkur farða, mengun og önnur óhreinindi en í seinna skipitið hreinsun við húðina. Við hreinsum síðan húðina á morgnana vegna þess að þegar að við sofum þá hreinsar húðin sig og ýtir óhreinindum og fitu upp á yfirborðið og það þurfum við að hreinsa burt. Við notum andlitsvatn eftir yfirborðshreinsun til að leiðrétta sýrustig húðar, loka húðholum og fjarlægja restar af yfirborðshreinsi. Húðina skal djúphreinsa einu sinni til tvisvar í viku til að losa burt dauðar húðfrumur og stíflur úr húðinni. Þetta er besta leiðin til að koma í veg fyrir bólumyndun og stíflaðar húðholur, viðhalda ljóma og ferskleika og tryggja hámarksvirkni á öllum vörum sem settar eru á húðina.
2. Í sumum tilfellum ráðleggjum við serum undir krem en þau eru yfirleitt mun virkari vara og með smærri sameindasamsetningu sem nær dýpra ofan í húðina.
3. Síðan er notað augnkrem sem hentar aldri og húðgerð, augnkrem skal aldrei setja alveg upp að augum eða á augnloka þar sem þau eru mjög virk vara og húðin á augum er þunn og viðkvæm. Augnkrem skal aðeins bera á svæðið í kringum augun við augnbeinið.
4. Gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð skal nota kvölds og morgna.
Eins og sjá má þá þarf að gera þetta af heilum hug, en ef réttri umhirðu er fylgt þá geta allir náð árangri og fengið húðina sem þeim hefur alltaf dreymt um.
Hér getur þú séð lista yfir Skin Regimen snyrtistofur. 

Eldri grein Nýrri grein