Karfa 0

/

Maskne - hvað er það?

Maskne - hvað er það?

„Maskne“ er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við óhóflega grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði. Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka...

Lesa meira →


Hefur þú hitt hetjurnar fimm?

Hefur þú hitt hetjurnar fimm?

Allir góðir hlutir koma í settum af fimm - er það ekki? Amk skilningarvitin, höfin og boosterarnir frá /skin regimen/! Þegar kemur að sérhæfðri húðumhirðu hugsum við hjá /skin regimen/ út fyrir kassann. Engin tvö andlit eru eins og okkar nálgun við húðumhirðu er langt frá því að vera „ein stærð hentar öllum.“ Sveigjanleiki er lykilatriði þegar kemur að því að sinna húðáhyggjum og í því hlutverki skína boosterarnir skært. Þegar boosterarnir voru þróaðir höfðum við í huga að hægt væri að sinna öllum húðáhyggjum og húðástandi, allt frá fínum línum og hrukkum yfir í bólur og tapaðan teygjanleika og...

Lesa meira →


Af hverju að djúphreinsa?

Af hverju að djúphreinsa?

Þegar kemur að heilbrigðri húð er undirstaða hennar góð og regluleg hreinsun. Það er nauðsynlegt að nota góðan yfirborðshreinsi sem hentar þinni húðgerð kvölds og morgna, en hreinsa þarf húðina tvisvar sinnum á kvöldin og einu sinni á morgnana. Það sem er líka nauðsynlegt fyrir húðina er góð djúphreinsun og hana skal gera einu sinni til tvisvar í viku eftir því sem fagmaðurinn þinn ráðleggur þér. Þegar miklar veðrabreytingar eiga sér stað, eins og núna þegar vorið er að reyna að brjótast í gegn, söfnum við enn frekar upp yfirborðsþurrk og dauðum húðfrumum og þá er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina til viðhalda raka hennar og...

Lesa meira →


Að fá húðina til að ljóma – 10 góð ráð frá sérfræðingum

Að fá húðina til að ljóma – 10 góð ráð frá sérfræðingum

Heilbrigð og ljómandi húð er sennilega ofarlega á óskalistanum hjá flestum. Það eru nokkrir hlutir sem spila þar inn í en góð gen, lífsstíll, snyrtivöruval og daglegir valkostir okkar hafa mjög mikil áhrif á heilbrigði húðar. Góð frumuendurnýjun, gott blóðflæði, góður nætursvefn, góð næring og góð húðumhirða eru allt hlutir sem þurfa að vera í jafnvægi til þess að húðin ljómi af heilbrigði. Hérna fyrir neðan eru 10 góð ráð sem hjálpa húð þinni að ljóma af heilbrigði þannig að það sé engin þörf á filter! 1. Hreinsaðu alltaf af þér allan farða fyrir svefn Aldrei sleppa því að yfirborðshreinsa húðina fyrir...

Lesa meira →


Að afeitra hugann

Að afeitra hugann

Nú þegar svo mikil áhersla er lögð á ytra útlit okkar, hversu oft ætli við hugsum um það hversu fallegur heilinn í okkur sé? Það er nauðsynlegt að tryggja gæði hugsana. Að taka sér tíma til að koma reiðu á hlutina, losa um streitu og afeitra hugann er jafn mikilvægt – ef ekki mikilvægara – en leitin að hinni fullkomnu, unglegu húð, sérstaklega þar sem við vitum núna að þessir hlutir haldast í hendur. Streita er ekki kölluð „hljóðláti skaðvaldurinn“ fyrir ekki neitt. Mikil andleg streita getur haft mjög slæm áhrif á líkama okkar og getur valdið krónískri ónæmistruflun, auknu...

Lesa meira →