Karfa 0

/

Ætti betri húðheilsa að vera nýársheit?

Ætti betri húðheilsa að vera nýársheit?

Þegar við kveðjum gamla árið og nýtt ár gengur í garð er venja hjá mörgum að setja nýársheit. Þau heit snúa yfirleitt að líkamlegri heilsu - að mæta í ræktina og bæta mataræði. En setjum við einhvern tímann heit um að hugsa betur um húðina? Tilfellið er það að heilbrigð húð er lífstíll alveg eins og heilbrigður líkami. Það þarf að fá húðgreiningu hjá fagmanni og meðferðaráætlun og svo þarf að velja réttar vörur. Það þarf að fylgja ráðleggingum fagmannsins, sem má líta á sem einkaþjálfara í þessu samhengi, til hins ítrasta. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup og það...

Lesa meira →


Er húðin þín tilbúin í veturinn?

Er húðin þín tilbúin í veturinn?

Þegar fer að kólna úti er margt sem við þurfum að huga að varðandi húðumhirðu. Til að byrja með þurfum við að spyrja okkur sjálf að því hvernig við hugsuðum um húðina yfir sumarið, hlýddum við tilmælum fagmanns og notuðum sólarvörn? Eða fór húðin illa í sólinni? Ef við pössuðum ekki upp á húðina og notuðum vörn getum við farið að taka eftir talsverðum litabreytingum og sólarskemmdum, auknum þurrk og jafnvel nýjum línum og hrukkum í andliti. Til að takast á við þetta þurfum við að byrja á því að endurnýja húðina. Við þurfum að djúphreinsa hana reglulega og nota...

Lesa meira →


Maskne - hvað er það?

Maskne - hvað er það?

„Maskne“ er stytting á ensku orðunum mask acne sem lýsir húðástandi sem myndast við óhóflega grímunotkun. Á þessum fordæmalausu tímum er okkur skylt að nota grímur í návígi við fólk sem við umgöngumst ekki daglega, sem þýðir að flest okkar finna fyrir einhverjum óþægindum af þessum sökum. En málið er að of mikil grímunotkun getur haft neikvæð áhrif á húð í andliti. Birtingamyndirnar geta verið af ýmsum toga, m.a. bólur, roði og erting í kringum munn, á kinnum og kjálkasvæði. Þetta gerist vegna þess að sviti, húðolíur, raki og bakteríur blandast saman í lokuðu umhverfi undir grímunni. Gríman veldur líka...

Lesa meira →


Hefur þú hitt hetjurnar fimm?

Hefur þú hitt hetjurnar fimm?

Allir góðir hlutir koma í settum af fimm - er það ekki? Amk skilningarvitin, höfin og boosterarnir frá /skin regimen/! Þegar kemur að sérhæfðri húðumhirðu hugsum við hjá /skin regimen/ út fyrir kassann. Engin tvö andlit eru eins og okkar nálgun við húðumhirðu er langt frá því að vera „ein stærð hentar öllum.“ Sveigjanleiki er lykilatriði þegar kemur að því að sinna húðáhyggjum og í því hlutverki skína boosterarnir skært. Þegar boosterarnir voru þróaðir höfðum við í huga að hægt væri að sinna öllum húðáhyggjum og húðástandi, allt frá fínum línum og hrukkum yfir í bólur og tapaðan teygjanleika og...

Lesa meira →


Af hverju að djúphreinsa?

Af hverju að djúphreinsa?

Þegar kemur að heilbrigðri húð er undirstaða hennar góð og regluleg hreinsun. Það er nauðsynlegt að nota góðan yfirborðshreinsi sem hentar þinni húðgerð kvölds og morgna, en hreinsa þarf húðina tvisvar sinnum á kvöldin og einu sinni á morgnana. Það sem er líka nauðsynlegt fyrir húðina er góð djúphreinsun og hana skal gera einu sinni til tvisvar í viku eftir því sem fagmaðurinn þinn ráðleggur þér. Þegar miklar veðrabreytingar eiga sér stað, eins og núna þegar vorið er að reyna að brjótast í gegn, söfnum við enn frekar upp yfirborðsþurrk og dauðum húðfrumum og þá er nauðsynlegt að djúphreinsa húðina til viðhalda raka hennar og...

Lesa meira →