/ um okkur
/sagan
/skin regimen/ býður upp á nýja nálgun við húðumhirðu fyrir nútíma fólk sem lifir hröðu og krefjandi lífi.
/skin regimen/ er systurmerki [ comfort zone ] sem tilheyrir Davines Group. Fyrirtækið var stofnað í Parma á Ítalíu árið 1983 og er stjórnað af Dr. Davide Bollati, snyrtivöru efnafræðingi, hugsjónarmanni og frumkvöðli sem er þekktur fyrir sjálfbærni. Davines Group fékk viðurkenningu sem B Corporation í desember 2016 og hefur það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á jörðina og íbúa hennar.
/vísindin
Er lífstíllinn þinn að valda húðinni streitu?
Margir ytri þættir sem snerta okkur daglega hafa áhrif á öldrunarferli húðar. Sem dæmi má nefna UV geisla og mengun sem og daglegar ákvarðanir eins og reykingar, mataræði og gæði svefns og hugsana. Lífstíll okkar hefur áhrif á frumuframleiðslu húðar og þá sérstaklega DNA metýleringu, árás sykursameinda, stakeindir og bólgur sem valda niðurbroti á frumum og hafa áhrif á heilbrigði húðar.
Með öðrum orðum hefur nútíma lífstíll, og þá sérstaklega aukin mengun og hraði í samfélaginu, áhrif á húðina og veldur henni streitu. Húðin verður þreytt og þurr auk þess sem hún tapar ljóma. Með tímanum hraðast öldrunarferlið sem verður fyrr sjáanlegt á húðinni. Sannprófað er að /skin regimen/ dregur úr áhrifum streitu á húð og vinnur gegn skaða sem nútíma lífstíll veldur.