Karfa 0

/ vísindin okkar

Er lífstíllinn þinn að valda húðinni streitu?

Margir ytri þættir sem snerta okkur daglega hafa áhrif á öldrunarferli húðar. Sem dæmi má nefna UV geisla og mengun sem og daglega valkosti eins og reykingar, mataræði og gæði svefns og hugsana. Lífstíll okkar hefur áhrif á frumuframleiðslu húðar og þá sérstaklega DNA metýleringu, árás sykursameinda, stakeindir og bólgur sem valda niðurbroti á frumum og hafa áhrif á heilbrigði húðar. 

Með öðrum orðum hefur nútíma lífstíll, og þá sérstaklega aukin mengun og hraði í samfélaginu, áhrif á húðina og veldur henni streitu. Húðin verður þreytt, tapar ljóma og verður þurr. Með tímanum hraðast öldurnarferlið sem verður fyrr sjáanlegt á húðinni. Sannprófað er að /skin regimen/ dregur úr áhrifum streitu á húð og vinnur gegn skaða sem nútíma lífstíll veldur.